Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 15:45 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira