Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 15:45 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira