Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 28. mars 2025 11:01 Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Húsnæðismál Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun