Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun