Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 15:50 Sigríður Margrét og Eyjólfur Árni undirrita ályktunina fyrir hönd stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“ Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“
Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira