Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. mars 2025 10:00 Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Dýr Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun