Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar 25. mars 2025 08:02 Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun