Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:33 Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar