Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2025 16:30 Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun