Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hafa verið fluttar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldi meðal barna þar sem hæst hefur borið á málefnum tiltekins grunnskóla og hverfi borgarinnar. Rétt er að rifja upp að eitt af aðalmarkmiðum laga um grunnskóla, sem og reglugerðar þar um, er að tryggja öryggi barna, bæði í skólum og nærumhverfi þeirra. Segir m.a. að nemendur eigi að geti notið bernsku sinnar í skólastarfi, notið hæfileika sinna og vera öruggir í öllu starfi á vegum skólans. Þá skuli skólasamfélagið kappkosta við að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru höfð að leiðarljósi. Því miður virðist þetta ekki vera sá raunveruleiki sem öll börn búa við í dag. Skýrt er kveðið á um rétt foreldra og skóla til að óska eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytisins ef ekki tekst að finna viðunandi lausnir á vanda innan skólans eða sveitarfélagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu skólaþjónustu. Í vikunni beindi ég því þeirri spurningu til mennta- og barnamálaráðherra hvort ráðherrann hafi beitt sér í umræddu máli og hvort fagráð ráðuneytisins hafi haft aðkomu að málinu. Í svari ráðherrans kom fram að aðkoma ráðuneytisins hefði jú verið einhver. Málið væri hins vegar „gríðarlega flókið“ og „erfitt að eiga við“. Benti ráðherra jafnframt á að grunnskólar væru á ábyrgð sveitarfélaga. Ráðherra viðurkenndi að vissulega væru „stór vandamál í gangi“ en ekki væri einungis um vandamál skólans að ræða heldur samfélagsins alls, skólinn væri „bara hitamælir á samfélagið“. Kallað hafi verið eftir úrræðum í langan tíma en úrræðin hafi ekki verið mörg, því miður. Loks sagði ráðherra „… við verðum að horfa á þessi mál í heild og þarna eru, eins og ég segi, bara miklir erfiðleikar sem erfitt er að grípa inn í og börn, líka þau sem brjóta af sér, eiga sín réttindi.“ Rétt er að rekstur grunnskóla er á ábyrgð sveitarfélaga og ábyrgð sveitarfélaga á börnum á grunnskólaaldri er mikil. Sú staðreynd fríar ráðherra málaflokksins hins vegar ekki ábyrgð. Ráðherra ber að sjá til þess að markmið laga séu uppfyllt, honum ber að sjá til þess að úrræði séu nýtt. Komi hins vegar í ljós að skortur sé á úrræðum er það á ábyrgð ráðherra að færa fram slík úrræði. Af umræðu undanfarinna vikna má einmitt draga þá ályktun að skólasamfélagið telur sig ekki geta beitt sér af fullum þunga í þessum málum og telji úrræði skorta. Það er þó frumskylda þeirra að tryggja öryggi bara í skólum, óbreytt staða er því óviðunandi. Samkvæmt lögum um grunnskóla, og reglugerðar þar um, er heimilt að víkja nemanda um stundarsakir úr skóla ef nemandi virðir enn ekki skólareglur og ítrekuð brot hans á skólareglum eru alvarleg. Enn fremur er heimilt að víkja nemanda ótímabundið úr skóla ef allt um þrýtur og brot nemanda eru mjög alvarleg, svo sem ef hann veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ég beindi því næst þeirri spurningu til ráðherra hvort hann teldi heimildir skólayfirvalda í ofbeldismálum ekki duga og hvernig ráðherrann sæi þá fyrir sér að bæta stöðuna tryggja að börn séu ekki þolendur ofbeldis innan grunnskóla. Óhætt er að segja að svör ráðherra við þeirri spurningu minni hafi verið með öllu óásættanleg. Ráðherran teldi börn vissulega eiga rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi í skólum en á móti kæmi að skólaskylda sé við lýði hér á landi. Tryggja þyrfti viðunandi úrræði sem tæki við börnum sem vikið væri úr skóla. Ekki væri um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Undirrituð tekur heilshugar undir með ráðherra, úrræðin þurfa að vera til staðar. Þegar úrræðin eru ekki til staðar þarf aftur á móti að gangast við ábyrgð og bregðast við. Í svari sínu er ráðherra líklega að vísa til vandræðagangs og skort á úrræðum utan heimilis fyrir börn með fjölþættan vanda. Undirrituð veit að ríkisstjórnin er að vinna í þeim málum í samræmi við skýrslu sem unnin var í tíð fyrrverandi ráðherra og í samstarfi við sveitarfélögin. Það er rétt að mikill skortur er að heimilum og meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda. Það fríar þó hvorki ráðherra né sveitarfélög af þeirri ábyrgð að tryggja öryggi barna í skólum. Það eru til úrræði sem hefur verið beitt af öðrum skólum, úrræði sem felast í því að fjarlægja þann sem beitir ofbeldið. Þolandinn á aldrei að þurfa að flýja. Ráðherra á og þarf að leiða breytingar og tryggja öryggi barna í skólum landsins. Það er tímabært að ráðherra leiði umræðuna um að efla úrræði í grunnskólum og tryggja að öll börn fái öruggt umhverfi til náms. Undirrituð mun styðja heilshugar við slíkar tillögur ráðherranns. Því saman þurfum við að verja réttindi og velferð barna í íslensku samfélagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa verið fluttar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldi meðal barna þar sem hæst hefur borið á málefnum tiltekins grunnskóla og hverfi borgarinnar. Rétt er að rifja upp að eitt af aðalmarkmiðum laga um grunnskóla, sem og reglugerðar þar um, er að tryggja öryggi barna, bæði í skólum og nærumhverfi þeirra. Segir m.a. að nemendur eigi að geti notið bernsku sinnar í skólastarfi, notið hæfileika sinna og vera öruggir í öllu starfi á vegum skólans. Þá skuli skólasamfélagið kappkosta við að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru höfð að leiðarljósi. Því miður virðist þetta ekki vera sá raunveruleiki sem öll börn búa við í dag. Skýrt er kveðið á um rétt foreldra og skóla til að óska eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytisins ef ekki tekst að finna viðunandi lausnir á vanda innan skólans eða sveitarfélagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu skólaþjónustu. Í vikunni beindi ég því þeirri spurningu til mennta- og barnamálaráðherra hvort ráðherrann hafi beitt sér í umræddu máli og hvort fagráð ráðuneytisins hafi haft aðkomu að málinu. Í svari ráðherrans kom fram að aðkoma ráðuneytisins hefði jú verið einhver. Málið væri hins vegar „gríðarlega flókið“ og „erfitt að eiga við“. Benti ráðherra jafnframt á að grunnskólar væru á ábyrgð sveitarfélaga. Ráðherra viðurkenndi að vissulega væru „stór vandamál í gangi“ en ekki væri einungis um vandamál skólans að ræða heldur samfélagsins alls, skólinn væri „bara hitamælir á samfélagið“. Kallað hafi verið eftir úrræðum í langan tíma en úrræðin hafi ekki verið mörg, því miður. Loks sagði ráðherra „… við verðum að horfa á þessi mál í heild og þarna eru, eins og ég segi, bara miklir erfiðleikar sem erfitt er að grípa inn í og börn, líka þau sem brjóta af sér, eiga sín réttindi.“ Rétt er að rekstur grunnskóla er á ábyrgð sveitarfélaga og ábyrgð sveitarfélaga á börnum á grunnskólaaldri er mikil. Sú staðreynd fríar ráðherra málaflokksins hins vegar ekki ábyrgð. Ráðherra ber að sjá til þess að markmið laga séu uppfyllt, honum ber að sjá til þess að úrræði séu nýtt. Komi hins vegar í ljós að skortur sé á úrræðum er það á ábyrgð ráðherra að færa fram slík úrræði. Af umræðu undanfarinna vikna má einmitt draga þá ályktun að skólasamfélagið telur sig ekki geta beitt sér af fullum þunga í þessum málum og telji úrræði skorta. Það er þó frumskylda þeirra að tryggja öryggi bara í skólum, óbreytt staða er því óviðunandi. Samkvæmt lögum um grunnskóla, og reglugerðar þar um, er heimilt að víkja nemanda um stundarsakir úr skóla ef nemandi virðir enn ekki skólareglur og ítrekuð brot hans á skólareglum eru alvarleg. Enn fremur er heimilt að víkja nemanda ótímabundið úr skóla ef allt um þrýtur og brot nemanda eru mjög alvarleg, svo sem ef hann veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ég beindi því næst þeirri spurningu til ráðherra hvort hann teldi heimildir skólayfirvalda í ofbeldismálum ekki duga og hvernig ráðherrann sæi þá fyrir sér að bæta stöðuna tryggja að börn séu ekki þolendur ofbeldis innan grunnskóla. Óhætt er að segja að svör ráðherra við þeirri spurningu minni hafi verið með öllu óásættanleg. Ráðherran teldi börn vissulega eiga rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi í skólum en á móti kæmi að skólaskylda sé við lýði hér á landi. Tryggja þyrfti viðunandi úrræði sem tæki við börnum sem vikið væri úr skóla. Ekki væri um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Undirrituð tekur heilshugar undir með ráðherra, úrræðin þurfa að vera til staðar. Þegar úrræðin eru ekki til staðar þarf aftur á móti að gangast við ábyrgð og bregðast við. Í svari sínu er ráðherra líklega að vísa til vandræðagangs og skort á úrræðum utan heimilis fyrir börn með fjölþættan vanda. Undirrituð veit að ríkisstjórnin er að vinna í þeim málum í samræmi við skýrslu sem unnin var í tíð fyrrverandi ráðherra og í samstarfi við sveitarfélögin. Það er rétt að mikill skortur er að heimilum og meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda. Það fríar þó hvorki ráðherra né sveitarfélög af þeirri ábyrgð að tryggja öryggi barna í skólum. Það eru til úrræði sem hefur verið beitt af öðrum skólum, úrræði sem felast í því að fjarlægja þann sem beitir ofbeldið. Þolandinn á aldrei að þurfa að flýja. Ráðherra á og þarf að leiða breytingar og tryggja öryggi barna í skólum landsins. Það er tímabært að ráðherra leiði umræðuna um að efla úrræði í grunnskólum og tryggja að öll börn fái öruggt umhverfi til náms. Undirrituð mun styðja heilshugar við slíkar tillögur ráðherranns. Því saman þurfum við að verja réttindi og velferð barna í íslensku samfélagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar