Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar 18. mars 2025 11:31 Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun