Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 17. mars 2025 10:30 Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema. Ég verð kröftugur talsmaður háskólanema Ég þekki afskaplega vel af eigin raun hversu flókið er að vera í háskólanámi, að þurfa að leggja hart að sér að geta staðið á eigin fótum og fjármagnað háskólanám sitt, oft með fjölskyldu að sjá fyrir. Ég var tveggja barna ung móðir þegar ég hóf háskólanám fyrir um 30 árum og fimm barna móðir þegar ég lauk doktorsprófi. Ég var á meðal þeirra sem naut verulegs stuðnings fjölskyldu minnar en veit að það eru ekki öll svo lánsöm. Ég mun berjast með ykkur fyrir því að stjórnvöld setji raunverulegt námsstyrkjakerfi á laggirnar og að menntasjóður verði að því jöfnunartæki sem honum var ætlað að vera. Fjölbreyttir kennsluhættir og góð aðstaða til náms Samfélagslegar breytingar og stafræn þróun hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti, þroskumst og lærum. Á Menntavísindasviði hef ég verið hluti af breiðfylkingu sem hefur verið leiðandi í að þróa nútímalegar náms- og kennsluaðferðir, s.s. fjarnám, blandað nám, starfsnám, verklegt nám og umfram allt, nám sem virkjar háskólanema og kemur til móts við brýnar samfélagslegar áskoranir. Sem rektor mun ég kappkosta að styðja við deildir og háskólakennara til að leggja áherslu á gæði kennslu og umbuna kennurum sem eru leiðandi í að þróa kennsluhætti innan deilda. Ég hef í rannsóknum mínum fjallað um hve mikilvægur hinn félagslegi þáttur menntunar er og að það þurfi að skapa stúdentum tækifæri til að tengjast, og flétta inn í námið því sem er í deiglunni hverju sinni. Ég mun því leggja ríka áherslu á að innan skólans sé fjölbreytt náms- og starfsaðstaða og að stutt sé við félagsstarf stúdenta á öllum fræðasviðum Háskólans. Víða þarf einnig að gera úrbætur á aðgengismálum og fjarlægja sýnilegar og ósýnilegar hindranir. Tengsl við samfélag og atvinnulíf Eitt af heitustu áherslumálum mínum er að háskólanemum bjóðist í ríkari mæli tækifæri til að taka þátt í skapandi, hagnýtum verkefnum og starfsnámi til að kynnast enn betur stofnunum samfélagsins og atvinnulífi. Við lærum mest með því að framkvæma. Ég hef sett af stað ýmis verkefni á sviði menntavísinda sem tengjast samfélagslegri nýsköpun og menntatækni, s.s. NýMennt, nýja starfseiningu og ég stofnaði með fleirum Nýsköpunarstofu menntunar. Um þessar mundir takast samfélög um allan heim á við flóknar áskoranir vegna pólitísks og efnahagslegs óstöðugleika, stríð og átök ógna öryggi alls heimsins, loftslagsbreytingar og mannleg ásókn ógnar náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Öllu skiptir að virkja ungt fólk til verka, hugsjónir þeirra og viljakraft til að skapa betra samfélag og horfa til framtíðar. Ég læt verkin tala Ég hef alla tíð brunnið fyrir velferð og menntun ungs fólks og hef helgað mig rannsóknum og kennslu á sviði menntunar. Síðustu sjö ár hef ég leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans, og tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins, setja nýjar námsleiðir á laggirnar og styðja við sókn á sviði menntunar. Nú í vor flytur Menntavísindasvið úr Stakkahlíð og í glæsilega byggingu Sögu á aðalsvæði Háskólans. Það er áfangi sem beðið hefur verið eftir í 17 ár. Ég er stolt af þeim árangri sem við höfum náð og ég hvet þig að kynna þér mörg fleiri verkefni sem ég haf komið að á síðustu árum á heimasíðu minni https://kolbrunpals.hi.is/. Ég býð mig fram til að efla Háskólann sem menntastofnun, sem akademískt samfélag og hreyfiafl breytinga. Ég vil taka þátt í að nútímavæða Háskólann sem er algert lykilatriði á þeim tímum hraðra breytinga sem við lifum í. Ég kalla eftir þínum stuðningi í rektorskosningum 18. og 19 mars! Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema. Ég verð kröftugur talsmaður háskólanema Ég þekki afskaplega vel af eigin raun hversu flókið er að vera í háskólanámi, að þurfa að leggja hart að sér að geta staðið á eigin fótum og fjármagnað háskólanám sitt, oft með fjölskyldu að sjá fyrir. Ég var tveggja barna ung móðir þegar ég hóf háskólanám fyrir um 30 árum og fimm barna móðir þegar ég lauk doktorsprófi. Ég var á meðal þeirra sem naut verulegs stuðnings fjölskyldu minnar en veit að það eru ekki öll svo lánsöm. Ég mun berjast með ykkur fyrir því að stjórnvöld setji raunverulegt námsstyrkjakerfi á laggirnar og að menntasjóður verði að því jöfnunartæki sem honum var ætlað að vera. Fjölbreyttir kennsluhættir og góð aðstaða til náms Samfélagslegar breytingar og stafræn þróun hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti, þroskumst og lærum. Á Menntavísindasviði hef ég verið hluti af breiðfylkingu sem hefur verið leiðandi í að þróa nútímalegar náms- og kennsluaðferðir, s.s. fjarnám, blandað nám, starfsnám, verklegt nám og umfram allt, nám sem virkjar háskólanema og kemur til móts við brýnar samfélagslegar áskoranir. Sem rektor mun ég kappkosta að styðja við deildir og háskólakennara til að leggja áherslu á gæði kennslu og umbuna kennurum sem eru leiðandi í að þróa kennsluhætti innan deilda. Ég hef í rannsóknum mínum fjallað um hve mikilvægur hinn félagslegi þáttur menntunar er og að það þurfi að skapa stúdentum tækifæri til að tengjast, og flétta inn í námið því sem er í deiglunni hverju sinni. Ég mun því leggja ríka áherslu á að innan skólans sé fjölbreytt náms- og starfsaðstaða og að stutt sé við félagsstarf stúdenta á öllum fræðasviðum Háskólans. Víða þarf einnig að gera úrbætur á aðgengismálum og fjarlægja sýnilegar og ósýnilegar hindranir. Tengsl við samfélag og atvinnulíf Eitt af heitustu áherslumálum mínum er að háskólanemum bjóðist í ríkari mæli tækifæri til að taka þátt í skapandi, hagnýtum verkefnum og starfsnámi til að kynnast enn betur stofnunum samfélagsins og atvinnulífi. Við lærum mest með því að framkvæma. Ég hef sett af stað ýmis verkefni á sviði menntavísinda sem tengjast samfélagslegri nýsköpun og menntatækni, s.s. NýMennt, nýja starfseiningu og ég stofnaði með fleirum Nýsköpunarstofu menntunar. Um þessar mundir takast samfélög um allan heim á við flóknar áskoranir vegna pólitísks og efnahagslegs óstöðugleika, stríð og átök ógna öryggi alls heimsins, loftslagsbreytingar og mannleg ásókn ógnar náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Öllu skiptir að virkja ungt fólk til verka, hugsjónir þeirra og viljakraft til að skapa betra samfélag og horfa til framtíðar. Ég læt verkin tala Ég hef alla tíð brunnið fyrir velferð og menntun ungs fólks og hef helgað mig rannsóknum og kennslu á sviði menntunar. Síðustu sjö ár hef ég leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans, og tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins, setja nýjar námsleiðir á laggirnar og styðja við sókn á sviði menntunar. Nú í vor flytur Menntavísindasvið úr Stakkahlíð og í glæsilega byggingu Sögu á aðalsvæði Háskólans. Það er áfangi sem beðið hefur verið eftir í 17 ár. Ég er stolt af þeim árangri sem við höfum náð og ég hvet þig að kynna þér mörg fleiri verkefni sem ég haf komið að á síðustu árum á heimasíðu minni https://kolbrunpals.hi.is/. Ég býð mig fram til að efla Háskólann sem menntastofnun, sem akademískt samfélag og hreyfiafl breytinga. Ég vil taka þátt í að nútímavæða Háskólann sem er algert lykilatriði á þeim tímum hraðra breytinga sem við lifum í. Ég kalla eftir þínum stuðningi í rektorskosningum 18. og 19 mars! Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun