Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 16. mars 2025 11:01 Ef einhver persóna einkennir sagnaarf Biblíunnar, þá er það Davíð, en hann er táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. „Hann Davíð var lítill drengur“ Sagan af Davíð hefst með látlausum hætti, en Davíð var fjárhirðir og yngsti sonur í átta drengja hópi. Samúel spámaður fór til Betlehem að leita framtíðarkonungs og fær Ísaí til að sýna sér syni sína. „Samúel sagði við Ísaí: […] „Eru þetta allir synir þínir?“ Hann svaraði: „Þann yngsta vantar enn því að hann situr yfir fénu.“ [...] Ísaí sendi þá mann eftir Davíð sem var rauðbirkinn, fagureygur og vel vaxinn. [...] Samúel tók þá olíuhornið og smurði hann.“ Sú hugmynd að smyrja menn um höfuðið sem táknmynd um konungdóm er enn við lýði og nærtækasta dæmið er þegar Karl þriðji Bretakonungur tók við krúnunni, en hann var þá smurður af biskupum í Westminster Abbey. Ólíkt Karli, hafði Davíð þó engar forsendur til að verða konungur, hann var yngstur og af fjárbændum kominn en ekki hefðafólki. Tónlist skipar stóran sess í sögu Davíðs og við hann er Sálmabók Biblíunnar kennd. Það næsta sem gerist í sögunni er að konungurinn, sem var ókunnugt um smurningu Davíðs, kallar eftir tónlistarmanni í höllina og leitað er til Davíðs sem gengur í hirðina. Þegar konungi leið illa „tók Davíð hörpuna og lék á hana“. Davíð og Golíat Hápunkturinn í bernskufrásögn Davíðs er síðan at hans við ofurefli, þegar hann mætir Golíat á vígvellinum. Átökin við grannþjóð Filistea höfðu stigmagnast og orðaskakið á milli heranna hefur endurómað í gegnum átakasögu mannkyns, þegar valdsmenn berja sér í brjóst og undirbúa að fórna mannslífum í eftirsókn eftir meiri völdum. Lýsingin á Golíat er mögnuð og andstæðurnar gætu ekki verið skýrari, smaladrengurinn og hörpuleikarinn ungi á móti hólmgöngumanni Filistea. „Hann var sex og hálf alin á hæð. Hann hafði eirhjálm á höfði og bar hreisturbrynju úr eir sem var fimm þúsund siklar að þyngd. Á leggjum hafði hann brynhosur úr eir og á herðum sér bjúgsverð úr eir. Skaftið á spjóti hans var digurt sem vefjarrifur og járnoddur þess var sex hundruð siklar á þyngd. Maður fór fyrir honum og bar skjöld hans.“ Það var við ofurefli að etja. Hugrekki Davíðs er jafnframt lýst í sömu andrá og ótta samlanda hans, „Þú ert aðeins unglingur. En hann hefur verið hermaður allt frá æskuárum.“ Davíð svaraði: „Þjónn þinn hefur verið fjármaður hjá föður sínum. Þegar ljón eða björn kom og tók lamb úr hjörðinni elti ég hann og felldi og reif síðan lambið úr gini hans.[...] „Drottinn, sem bjargaði mér úr klóm ljóna og bjarna, mun einnig bjarga mér frá Filisteanum.“ Niðurlagið þekkja flestir, Davíð neitaði herklæðum heldur mætti Golíat í fötum fjárhirðis „stakk hendinni í töskuna, tók úr henni stein og slöngvaði og hæfði Filisteann í ennið. [...] Þannig sigraði Davíð Filisteann með slöngvu og steini.“ Hugrekki hins smáa Aðdráttarafl þessarar sögu er slíkt að hún hefur endurómað í gegnum aldirnar, í listum og bókmenntum. Þau sem þekkja Harry Potter kannast við stefið um hinn útvalda dreng og það ofurefli sem hann átti við að etja, en sú saga er einungis nýlegt dæmi um viðtökustef þessarar táknmyndar. Á undan Harry Potter kom Hringadróttinssaga, þar sem Fróði er hin ólíklega hetja, og svo mætti lengi telja. Erindi sögunnar við samtímann er margþætt en mig langar að nefna tvo þætti sérstaklega, annarsvegar um hugrekki Davíðs og hinsvegar um valdaójafnvægi þeirra Davíðs og Golíats. Davíð sýnir í þessari sögu mannkosti sem eru verðugir að sækjast eftir, hugrekki, útsjónasemi og seiglu. Hugrekki er ein af höfuðdyggðum fornaldar og ekki síður mikilvæg á okkar dögum, en hugrekki er ekki óttaleysi – heldur getan til að mæta ógnum, þrátt fyrir að vera hræddur. Hugrekki Davíðs birtist meðal annars í því að hann leyfði sér að berskjalda sig og í gegnum það fann hann styrk sinn, á meðan Golíat var brynjaður að fullu kom Davíð til dyranna eins og hann var klæddur – bókstaflega. Félagsráðgjafinn og metsöluhöfundurinn Brené Brown hefur í bókum sínum og fyrirlestrum fjallað ítarlega um berskjöldun sem uppsprettu hugrekkis og máttinn í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Ein af bókum hennar nefnist Daring Greatly, og þar fjallar hún um hvernig rækta megi hugrekki til að takast á við hvað sem er. Í fyrri bók nefnir hún þætti sem við getum ræktað í okkar fari, á borð við heilindi, umhyggju fyrir okkur sjálfum, seiglu og þakklæti, en í þessari bók staðhæfir hún að fúsleiki okkar til að gangast við eigin veikleika, að berskjalda okkur, ákvarði það hugrekki sem við getum kallað fram“. Páll postuli orðaði hið sama, þegar hann sagði: Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Að mæta valdi með hugrekki Þá að valdi. Eðli valds er að hæða og hræða, halda þér í skefjum til að valdshafar geti haldið völdum. Það leikrit heldur áfram í óbreyttri mynd frá fornöld til okkar daga, með hersýningum, opinberum heimsóknum og orðaskaki, en mannréttindabarátta liðinnar alda er full af fyrirmyndum, fólki sem fæddist ekki til forréttinda en reis þrátt fyrir það upp, gegn því óréttlæti sem því var sýnt. Í Bandaríkjunum bjó Rósa Parks, þeldökk kona í suðurríkjum bandaríkjanna sem stóð í hárinu á samfélagi sem vildi aðgreina hana frá forréttindafólkinu. Hún neitaði að setjast aftast í strætó og hrinti þannig af stað réttindabaráttu svartra á 6. áratugnum. Davíð sem stóð berskjölduð gegn Golíat. Malala Yousafzai, skólastúlka í Afganistan, sem sagði frá reynslu sinni undir Talibönum og var skotin í höfuðið fyrir vikið á leið í skólann. Hún er talsmaður og táknmynd baráttu kvenna til menntunar í Mið-Austurlönd og yngsti friðarverðlaunahafi Nóbels. Davíð sem stóð berskjölduð gegn Golíat. Frá Torgi hins himneska friðar til Stonewall má finna dæmi um ólíklegar hetjur, sem mættu yfirvöldum berskjölduð og af hugrekki og breyttu heiminum. Valdið heldur áfram að sýna vald sitt og yfirburði, en okkur sem eigum þess kost ber að halda baráttunni áfram og berskjalda okkur í hugrekki, líkt og smaladrengurinn og hörpuleikarinn rauðbirkni forðum. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ef einhver persóna einkennir sagnaarf Biblíunnar, þá er það Davíð, en hann er táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. „Hann Davíð var lítill drengur“ Sagan af Davíð hefst með látlausum hætti, en Davíð var fjárhirðir og yngsti sonur í átta drengja hópi. Samúel spámaður fór til Betlehem að leita framtíðarkonungs og fær Ísaí til að sýna sér syni sína. „Samúel sagði við Ísaí: […] „Eru þetta allir synir þínir?“ Hann svaraði: „Þann yngsta vantar enn því að hann situr yfir fénu.“ [...] Ísaí sendi þá mann eftir Davíð sem var rauðbirkinn, fagureygur og vel vaxinn. [...] Samúel tók þá olíuhornið og smurði hann.“ Sú hugmynd að smyrja menn um höfuðið sem táknmynd um konungdóm er enn við lýði og nærtækasta dæmið er þegar Karl þriðji Bretakonungur tók við krúnunni, en hann var þá smurður af biskupum í Westminster Abbey. Ólíkt Karli, hafði Davíð þó engar forsendur til að verða konungur, hann var yngstur og af fjárbændum kominn en ekki hefðafólki. Tónlist skipar stóran sess í sögu Davíðs og við hann er Sálmabók Biblíunnar kennd. Það næsta sem gerist í sögunni er að konungurinn, sem var ókunnugt um smurningu Davíðs, kallar eftir tónlistarmanni í höllina og leitað er til Davíðs sem gengur í hirðina. Þegar konungi leið illa „tók Davíð hörpuna og lék á hana“. Davíð og Golíat Hápunkturinn í bernskufrásögn Davíðs er síðan at hans við ofurefli, þegar hann mætir Golíat á vígvellinum. Átökin við grannþjóð Filistea höfðu stigmagnast og orðaskakið á milli heranna hefur endurómað í gegnum átakasögu mannkyns, þegar valdsmenn berja sér í brjóst og undirbúa að fórna mannslífum í eftirsókn eftir meiri völdum. Lýsingin á Golíat er mögnuð og andstæðurnar gætu ekki verið skýrari, smaladrengurinn og hörpuleikarinn ungi á móti hólmgöngumanni Filistea. „Hann var sex og hálf alin á hæð. Hann hafði eirhjálm á höfði og bar hreisturbrynju úr eir sem var fimm þúsund siklar að þyngd. Á leggjum hafði hann brynhosur úr eir og á herðum sér bjúgsverð úr eir. Skaftið á spjóti hans var digurt sem vefjarrifur og járnoddur þess var sex hundruð siklar á þyngd. Maður fór fyrir honum og bar skjöld hans.“ Það var við ofurefli að etja. Hugrekki Davíðs er jafnframt lýst í sömu andrá og ótta samlanda hans, „Þú ert aðeins unglingur. En hann hefur verið hermaður allt frá æskuárum.“ Davíð svaraði: „Þjónn þinn hefur verið fjármaður hjá föður sínum. Þegar ljón eða björn kom og tók lamb úr hjörðinni elti ég hann og felldi og reif síðan lambið úr gini hans.[...] „Drottinn, sem bjargaði mér úr klóm ljóna og bjarna, mun einnig bjarga mér frá Filisteanum.“ Niðurlagið þekkja flestir, Davíð neitaði herklæðum heldur mætti Golíat í fötum fjárhirðis „stakk hendinni í töskuna, tók úr henni stein og slöngvaði og hæfði Filisteann í ennið. [...] Þannig sigraði Davíð Filisteann með slöngvu og steini.“ Hugrekki hins smáa Aðdráttarafl þessarar sögu er slíkt að hún hefur endurómað í gegnum aldirnar, í listum og bókmenntum. Þau sem þekkja Harry Potter kannast við stefið um hinn útvalda dreng og það ofurefli sem hann átti við að etja, en sú saga er einungis nýlegt dæmi um viðtökustef þessarar táknmyndar. Á undan Harry Potter kom Hringadróttinssaga, þar sem Fróði er hin ólíklega hetja, og svo mætti lengi telja. Erindi sögunnar við samtímann er margþætt en mig langar að nefna tvo þætti sérstaklega, annarsvegar um hugrekki Davíðs og hinsvegar um valdaójafnvægi þeirra Davíðs og Golíats. Davíð sýnir í þessari sögu mannkosti sem eru verðugir að sækjast eftir, hugrekki, útsjónasemi og seiglu. Hugrekki er ein af höfuðdyggðum fornaldar og ekki síður mikilvæg á okkar dögum, en hugrekki er ekki óttaleysi – heldur getan til að mæta ógnum, þrátt fyrir að vera hræddur. Hugrekki Davíðs birtist meðal annars í því að hann leyfði sér að berskjalda sig og í gegnum það fann hann styrk sinn, á meðan Golíat var brynjaður að fullu kom Davíð til dyranna eins og hann var klæddur – bókstaflega. Félagsráðgjafinn og metsöluhöfundurinn Brené Brown hefur í bókum sínum og fyrirlestrum fjallað ítarlega um berskjöldun sem uppsprettu hugrekkis og máttinn í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Ein af bókum hennar nefnist Daring Greatly, og þar fjallar hún um hvernig rækta megi hugrekki til að takast á við hvað sem er. Í fyrri bók nefnir hún þætti sem við getum ræktað í okkar fari, á borð við heilindi, umhyggju fyrir okkur sjálfum, seiglu og þakklæti, en í þessari bók staðhæfir hún að fúsleiki okkar til að gangast við eigin veikleika, að berskjalda okkur, ákvarði það hugrekki sem við getum kallað fram“. Páll postuli orðaði hið sama, þegar hann sagði: Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Að mæta valdi með hugrekki Þá að valdi. Eðli valds er að hæða og hræða, halda þér í skefjum til að valdshafar geti haldið völdum. Það leikrit heldur áfram í óbreyttri mynd frá fornöld til okkar daga, með hersýningum, opinberum heimsóknum og orðaskaki, en mannréttindabarátta liðinnar alda er full af fyrirmyndum, fólki sem fæddist ekki til forréttinda en reis þrátt fyrir það upp, gegn því óréttlæti sem því var sýnt. Í Bandaríkjunum bjó Rósa Parks, þeldökk kona í suðurríkjum bandaríkjanna sem stóð í hárinu á samfélagi sem vildi aðgreina hana frá forréttindafólkinu. Hún neitaði að setjast aftast í strætó og hrinti þannig af stað réttindabaráttu svartra á 6. áratugnum. Davíð sem stóð berskjölduð gegn Golíat. Malala Yousafzai, skólastúlka í Afganistan, sem sagði frá reynslu sinni undir Talibönum og var skotin í höfuðið fyrir vikið á leið í skólann. Hún er talsmaður og táknmynd baráttu kvenna til menntunar í Mið-Austurlönd og yngsti friðarverðlaunahafi Nóbels. Davíð sem stóð berskjölduð gegn Golíat. Frá Torgi hins himneska friðar til Stonewall má finna dæmi um ólíklegar hetjur, sem mættu yfirvöldum berskjölduð og af hugrekki og breyttu heiminum. Valdið heldur áfram að sýna vald sitt og yfirburði, en okkur sem eigum þess kost ber að halda baráttunni áfram og berskjalda okkur í hugrekki, líkt og smaladrengurinn og hörpuleikarinn rauðbirkni forðum. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun