Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun