Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar 14. mars 2025 14:02 Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun