Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir og Sigurður Örn Stefánsson skrifa 15. mars 2025 08:03 Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun