Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 11:20 Una Jónsdóttir, er forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36