Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 10:36 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“. Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“.
Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira