Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar 12. mars 2025 13:16 Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun