Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun