„Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar 12. mars 2025 12:32 Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Fjarskipti Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar