Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 12:04 Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar