Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir og Kolbrún Eggertsdóttir skrifa 13. mars 2025 08:02 Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar