Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson og Urður Njarðvík skrifa 11. mars 2025 13:02 Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun