Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 14:00 Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun