Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Árni Sæberg skrifar 10. mars 2025 12:34 Davíð Rúdólfsson er framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs. Gildi Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. Frá þessu sagði í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Þar kemur fram að hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis muni ríkið gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp kröfur í ÍL-sjóð. Heildarvirði HFF-bréfanna er metið á 651 milljarð króna og afgangurinn verður greiddur með afhendingu annarra verðbréfa, gjaldeyris og reiðufjár. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs, fagnar því að tillögurnar séu komnar fram. „Lífeyrissjóðirnir fengu kynningu á þessu núna morgun þannig núna er það komið í þeirra hluta að rýna þetta. Þetta eru flókin viðskipti, flókin tillaga. Það mun eflaust taka þá einhvern tíma að rýna og meta þetta en það er mjög jákvætt að tillagan sé komið fram og að ráðgjafarnir hafi treyst sér til að leggja hana fram. Ekki í samræmi við upphaflegar hugmyndir Bjarna Davíð segir niðurstöðu viðræðunefndarinnar og ráðgjafa lífeyrissjóðanna, Arctica finance og Logos, ekki hafa verið í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var þegar málið hófst fyrir rúmum tveimur árum. Niðurstaðan sé frekar í takti við sjónarmið lífeyrissjóðanna. Þá var Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir hugmyndir hans um slit ÍL-sjóðs. „Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar,“ sagði til að mynd í yfirlýsingu tuttugu lífeyrissjóða í maí árið 2023. „Að því leytinu til þá er það mjög jákvætt. Fljótt á litið er greiðslan, sem ríkið sér fyrir sér að greiða fyrir HFF-bréfin, það eru eðlislík skuldabréf, að megninu til ríkisskuldabréf og það er mjög jákvætt. En eins og ég segi, þetta er flókin tillaga og það er erfitt að mynda sér skoðun á stuttum tíma varðandi eins stórt mál og þetta er fyrir hagsmuni sjóðanna,“ segir Davíð. Lausn gæti legið fyrir eftir mánuð Gangi allt eftir stendur til að halda fund skuldabréfaeigenda með ríkinu þann 10. apríl næstkomandi. „Þannig að það er svolítið í að það komist endanleg niðurstaða í málið og hvernig lífeyrissjóðirnir og aðrir skuldabréfaeigendur meta þessa tillögu. Hún verður sem sagt borin fram á formlegum fundi skuldabréfaeigenda.“ Samkvæmt tilkynningu í morgun þurfa 75 prósent skuldabréfaeigenda að samþykkja tillöguna til þess að hún nái fram að ganga. Það er að segja 75 prósent miðað við kröfufjárhæð, ekki fjölda. Að sögn Davíð voru það ráðgjafar átján lífeyrissjóða sem stóðu í samningaviðræðum við ríkið en tveir stórir lífeyrissjóðir hafi sagt sig frá því ferli. Það eru Lífeyrisjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Frá þessu sagði í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Þar kemur fram að hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis muni ríkið gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp kröfur í ÍL-sjóð. Heildarvirði HFF-bréfanna er metið á 651 milljarð króna og afgangurinn verður greiddur með afhendingu annarra verðbréfa, gjaldeyris og reiðufjár. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs, fagnar því að tillögurnar séu komnar fram. „Lífeyrissjóðirnir fengu kynningu á þessu núna morgun þannig núna er það komið í þeirra hluta að rýna þetta. Þetta eru flókin viðskipti, flókin tillaga. Það mun eflaust taka þá einhvern tíma að rýna og meta þetta en það er mjög jákvætt að tillagan sé komið fram og að ráðgjafarnir hafi treyst sér til að leggja hana fram. Ekki í samræmi við upphaflegar hugmyndir Bjarna Davíð segir niðurstöðu viðræðunefndarinnar og ráðgjafa lífeyrissjóðanna, Arctica finance og Logos, ekki hafa verið í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var þegar málið hófst fyrir rúmum tveimur árum. Niðurstaðan sé frekar í takti við sjónarmið lífeyrissjóðanna. Þá var Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir hugmyndir hans um slit ÍL-sjóðs. „Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar,“ sagði til að mynd í yfirlýsingu tuttugu lífeyrissjóða í maí árið 2023. „Að því leytinu til þá er það mjög jákvætt. Fljótt á litið er greiðslan, sem ríkið sér fyrir sér að greiða fyrir HFF-bréfin, það eru eðlislík skuldabréf, að megninu til ríkisskuldabréf og það er mjög jákvætt. En eins og ég segi, þetta er flókin tillaga og það er erfitt að mynda sér skoðun á stuttum tíma varðandi eins stórt mál og þetta er fyrir hagsmuni sjóðanna,“ segir Davíð. Lausn gæti legið fyrir eftir mánuð Gangi allt eftir stendur til að halda fund skuldabréfaeigenda með ríkinu þann 10. apríl næstkomandi. „Þannig að það er svolítið í að það komist endanleg niðurstaða í málið og hvernig lífeyrissjóðirnir og aðrir skuldabréfaeigendur meta þessa tillögu. Hún verður sem sagt borin fram á formlegum fundi skuldabréfaeigenda.“ Samkvæmt tilkynningu í morgun þurfa 75 prósent skuldabréfaeigenda að samþykkja tillöguna til þess að hún nái fram að ganga. Það er að segja 75 prósent miðað við kröfufjárhæð, ekki fjölda. Að sögn Davíð voru það ráðgjafar átján lífeyrissjóða sem stóðu í samningaviðræðum við ríkið en tveir stórir lífeyrissjóðir hafi sagt sig frá því ferli. Það eru Lífeyrisjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41
Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50