Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun