Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar 10. mars 2025 10:31 Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun