Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar 11. mars 2025 07:33 Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar