Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar 8. mars 2025 23:30 Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bjarni Már Magnússon Lögreglan Landhelgisgæslan Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar