Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar