Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Ingunn Erla Ingvarsdóttir og Erna Petersen skrifa 6. mars 2025 21:02 Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun