Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Ingunn Erla Ingvarsdóttir og Erna Petersen skrifa 6. mars 2025 21:02 Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar