Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. mars 2025 15:00 Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar