Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:47 Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar