Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 15:03 Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Tjáningarfrelsi Donald Trump Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun