Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar 4. mars 2025 16:32 Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. Og nú get ég ekki annað en brosað í kampinn því ég veit að hann á eftir að fara hjá sér við að lesa þessi orð. Það væri, að mínum dómi, mikill fengur fyrir háskólasamfélagið á Íslandi, að fá Magnús í þá stöðu. Magnús Karl er læknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum við University of Wisconsin-Madison og í blóðlækningum við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar í lyfja- og eiturefnafræði og gegndi embætti deildarforseta Læknadeildar á árunum 2013 til 2016. Sem vísindamaður hefur hann sérhæft sig í stofnfrumulíffræði og lyfja- og eiturefnafræði og lagt sitt af mörkum til rannsókna á erfðafræðilegum þáttum ýmissa sjúkdóma. En Magnús hefur ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Hann hefur staðið frammi fyrir einni af erfiðustu lífsreynslu, sem nokkur getur gengið í gegnum, sem aðstandandi eiginkonu sinnar, Ellý Katrínar Guðmundsdóttur, sem greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september 2016, þá aðeins 52 ára gömul. Maggi stóð við hlið eiginkonu sinnar og með henni í baráttunni við sjúkdóminn þar til yfir lauk, en Ellý lést í júní á síðasta ári. Þau voru bæði samstíga í því að tala æðrulaust og opinskátt um sjúkdóminn og komu gmeðal annars fram í fjölmiðlum. Þessi persónulega reynsla hefur mótað Magnús sem mann og fræðimann, aukið skilning hans á mikilvægi heilbrigðisvísinda og lífsgæða og gefið honum dýpri innsýn í mikilvægi félagslegra úrræða og stuðningskerfa. Og þar er menntun hornsteinninn að farsælu samfélagi. Hann kemur því til starfa sem rektor ekki aðeins sem reynslumikill stjórnandi, kennari og fræðimaður heldur einnig sem maður sem þekkir lífsins ólgusjó af eigin raun. Hann hefur yfir mikilli samkennd að búa og skilningi á þeim fjölbreyttu áskorunum sem einstaklingar og fjölskyldur standa gjarnan frammi fyrir. Magnús Karl hefur skýra sýn fyrir framtíð Háskóla Íslands. Hann leggur megin áherslu á að efla nýsköpun og styrkja tengsl háskólans við samfélagið og ekki síst það öfluga vísindastarf sem fram fer um allt land. Hann leggur líka áherslu á alþjóðlegt samstarf og styrkja Háskóla Íslands á alþjóðasviði. Með djúpstæðri reynslu sinni í vísindum, kennslu og mannlegum samskiptum mun hann vinna að því að gera Háskólann að enn sterkari og fjölbreyttari mennta- og rannsóknastofnun. Ég tel að Magnús Karl sé rétti leiðtoginn til að stýra Háskóla Íslands inn í framtíðina af skýrleika, fagmennsku og mannlegri hlýju. Hann er vísinda- og skólamaður en líka pabbi, afi og ástríkur eiginmaður. Ég hvet alla til að styðja hann í komandi rektorskosningum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar