Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar 5. mars 2025 08:00 Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Að stofnun Stígamóta árið 1990 stóðu eftirfarandi samtök: Barnahópur Kvennaathvarfs, Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, KFUK í Reykjavík, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Fóstrufélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag, LFK, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þetta var því breiðfylking kvennasamtaka sem þekkti þörfina fyrir þjónustu eins og Stígamót veittu, ýmist á eigin skinni eða í gegnum störf sín. Að öðrum ólöstuðum er líka vert að minnast á dr. Guðrúnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa sem var driffjöðurin í stofnun og upphafsárum Stígamóta. Fyrir rúmu ári síðan kom út ævisaga hennar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, eftir Ingibjörgu Döggu Kjartansdóttur. Fyrstu árin var á brattann að sækja enda hin opinbera barátta gegn kynbundnu ofbeldi nýhafin. Áður börðust konur gegn ofbeldi með því að berjast gegn áfengisneyslu karla, berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, þungunarrofum og fleiru. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem kynbundið ofbeldi varð að baráttumáli opinberlega, að talað var um það í heyranda hljóði. Fyrstu ár Kvennaathvarfsins og svo Stígamóta fóru enda í að réttlæta tilveru sína, að ofbeldi væri það algengt að nauðsynlegt væri fyrir konur og börn að eiga skjól og að baráttan gegn ofbeldi ætti heima á hinu pólitíska sviði. Setningar eins og “karlar þora ekki lengur að faðma börnin sín” voru algengar á þessum árum, eins og Stígamót væri að tortryggja allt og alla þegar markmiðið var að opna umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og konum. Við erum sem betur fer á öðrum stað í dag, við viðurkennum vandann en okkur hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að vinna gegn rótum hans. Eins og samfélagið allt hafa Stígamót tekið miklum breytingum frá stofnun. Á upphafsmetrum starfsins var lítil sérfræðiþekking til og starfið byggðist mest á að konur hlustuðu, trúðu og studdu aðrar konur. Það var til dæmis ekki viðurkennt að börn sem verða fyrir ofbeldi geti hermt ofbeldið uppá önnur börn í kringum sig. Þannig var fólk hólfað niður eftir því hvort það var þolandi eða gerandi og ef það hafði sýnt af sér gerendahegðun sem barn gat það ekki sótt stuðning til Stígamóta. Í dag vitum við að málið er flóknara en svo og á Stígamótum fá brotaþolar aðstoð í dag nánast óháð eigin hegðun. Þá skal það viðurkennt að mikið af þeirri þekkingu sem er viðurkennd í dag um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess hefur einmitt orðið til inni á Stígamótum, í samtölum við brotaþola og greiningu á komuskýrslum sem Stígamót hafa alltaf tekið saman og miðlað inn í samfélagsumræðuna. Eitt af því sem hefur verið í umræðunni er aðstoð við karlkyns brotaþola og hvernig það samræmist starfi Stígamóta sem eru stofnuð af konum fyrir konur. Hugmyndafræðin er feminísk og viðurkennir að ofbeldið er kynbundið og skýringanna á ofbeldi er fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun. Karlar eru oftar en ekki í valdastöðu gagnvart konum og börnum, ófatlað fólk í valdastöðu gagnvart fötluðu fólki, innlendir gagnvart fólki af erlendum uppruna o.s.frv. Þessi hugmyndafræði fellur best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru í miklum mæli karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi. Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi ógnvænlegasta form kynjamisréttis. Það þarf hins vegar ekki að þýða að karlar geti ekki orðið fyrir ofbeldi eða að konur geti ekki beitt ofbeldi. Hitt er bara miklu algengara (90% brotaþola eru konur og 95% gerenda eru karlar skv. gögnum Stígamóta). Karlkyns brotaþolar eru hins vegar oft á tíðum að takast á við skaðlegar kynjaðir ranghugmyndir sem tefja að þeir leiti sér hjálpar. Þeir eru hjartanlega velkomnir á Stígamót eins og brotaþolar af öðrum kynjum en á Stígamótum hafa í rúm 20 ár verið sérstakir hópar fyrir karlkyns brotaþola og síðastliðinn 10 ára hafa verið sérstök fræðslukvöld fyrir karlkyns brotaþola undir handleiðslu karlkyns ráðgjafa. Stígamót hafa lært og samfélagið hefur lært en það er samt ótrúlegt að við höfum ekki komist lengra þrátt fyrir alla baráttuna. Við höfum náð svo miklum árangri á svo mörgum sviðum jafnréttisbaráttunnar en kynbundið ofbeldi þrífst enn, og það sem meira er, það þrífst enn á meðal unga fólksins. Það eru fáar vísbendingar um að það sé á undanhaldi. Og það litar alla tilveruna að beita og vera beitt ofbeldi sem ung manneskja. Ef þú sem ungur karlmaður nauðgar konu og það hefur engar afleiðingar fyrir þig þá ferð þú út í lífið með þau skilaboð að þú getir beitt valdi til að ná þínu fram. Unga konan sem þú nauðgaðir fær að sama skapi skilaboð um að það megi koma fram við hana hvernig sem er án þess að það hafi afleiðingar. Þegar kynbundið ofbeldi er ekki tekið alvarlega fá allir drengir þessi skilaboð og allar stelpur og stálp. Þannig litar þetta fullorðinsárin og samfélagið allt. Það að berjast gegn og taka á kynferðisofbeldi er því forsenda kynjajafnréttis. Þessi hugmyndafræði hefur alltaf verið hornsteinn Stígamóta og heldur áfram að vera það. Síðustu ár hafa Stígamót í samstarfi við ríki og borg einbeitt sér að forvarnarstarfi gagnvart ungu fólki undir heitinu Sjúkást. Stígamót reka einnig netspjall þar sem ungmenni geta reifað allt milli himins og jarðar í skjóli nafnleyndar. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku og hefur reynst mörgum vel en við fáum líka vitneskju um þann vanda sem ungt fólk glímir við og getum því sniðið fræðsluna að þeirra þörfum. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er enn til og það er sorgleg staðreynd. Þetta er hins vegar menningarbundið og það þýðir að við getum breytt því. Við verðum að trúa að það sé hægt að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi rétt eins og við höfum náð að breyta alls konar hegðun í gegnum tíðina með samstilltu átaki. Stígamót eru tilbúin til allra þeirra verka sem eru líkleg til árangurs, með 35 ára þekkingu og reynslu í farteskinu, ótal hugmyndir að bættu samfélagi og með vilja og þor til að skora á hólm ríkjandi menningu. Ert þú með? Sjáumst á málþingi Stígamóta „Útrýmum kynferðisofbeldi“ fimmtudaginn 6. mars kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagasamtök Jafnréttismál Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Að stofnun Stígamóta árið 1990 stóðu eftirfarandi samtök: Barnahópur Kvennaathvarfs, Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, KFUK í Reykjavík, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Fóstrufélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag, LFK, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þetta var því breiðfylking kvennasamtaka sem þekkti þörfina fyrir þjónustu eins og Stígamót veittu, ýmist á eigin skinni eða í gegnum störf sín. Að öðrum ólöstuðum er líka vert að minnast á dr. Guðrúnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa sem var driffjöðurin í stofnun og upphafsárum Stígamóta. Fyrir rúmu ári síðan kom út ævisaga hennar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, eftir Ingibjörgu Döggu Kjartansdóttur. Fyrstu árin var á brattann að sækja enda hin opinbera barátta gegn kynbundnu ofbeldi nýhafin. Áður börðust konur gegn ofbeldi með því að berjast gegn áfengisneyslu karla, berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, þungunarrofum og fleiru. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem kynbundið ofbeldi varð að baráttumáli opinberlega, að talað var um það í heyranda hljóði. Fyrstu ár Kvennaathvarfsins og svo Stígamóta fóru enda í að réttlæta tilveru sína, að ofbeldi væri það algengt að nauðsynlegt væri fyrir konur og börn að eiga skjól og að baráttan gegn ofbeldi ætti heima á hinu pólitíska sviði. Setningar eins og “karlar þora ekki lengur að faðma börnin sín” voru algengar á þessum árum, eins og Stígamót væri að tortryggja allt og alla þegar markmiðið var að opna umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og konum. Við erum sem betur fer á öðrum stað í dag, við viðurkennum vandann en okkur hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að vinna gegn rótum hans. Eins og samfélagið allt hafa Stígamót tekið miklum breytingum frá stofnun. Á upphafsmetrum starfsins var lítil sérfræðiþekking til og starfið byggðist mest á að konur hlustuðu, trúðu og studdu aðrar konur. Það var til dæmis ekki viðurkennt að börn sem verða fyrir ofbeldi geti hermt ofbeldið uppá önnur börn í kringum sig. Þannig var fólk hólfað niður eftir því hvort það var þolandi eða gerandi og ef það hafði sýnt af sér gerendahegðun sem barn gat það ekki sótt stuðning til Stígamóta. Í dag vitum við að málið er flóknara en svo og á Stígamótum fá brotaþolar aðstoð í dag nánast óháð eigin hegðun. Þá skal það viðurkennt að mikið af þeirri þekkingu sem er viðurkennd í dag um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess hefur einmitt orðið til inni á Stígamótum, í samtölum við brotaþola og greiningu á komuskýrslum sem Stígamót hafa alltaf tekið saman og miðlað inn í samfélagsumræðuna. Eitt af því sem hefur verið í umræðunni er aðstoð við karlkyns brotaþola og hvernig það samræmist starfi Stígamóta sem eru stofnuð af konum fyrir konur. Hugmyndafræðin er feminísk og viðurkennir að ofbeldið er kynbundið og skýringanna á ofbeldi er fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun. Karlar eru oftar en ekki í valdastöðu gagnvart konum og börnum, ófatlað fólk í valdastöðu gagnvart fötluðu fólki, innlendir gagnvart fólki af erlendum uppruna o.s.frv. Þessi hugmyndafræði fellur best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru í miklum mæli karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi. Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi ógnvænlegasta form kynjamisréttis. Það þarf hins vegar ekki að þýða að karlar geti ekki orðið fyrir ofbeldi eða að konur geti ekki beitt ofbeldi. Hitt er bara miklu algengara (90% brotaþola eru konur og 95% gerenda eru karlar skv. gögnum Stígamóta). Karlkyns brotaþolar eru hins vegar oft á tíðum að takast á við skaðlegar kynjaðir ranghugmyndir sem tefja að þeir leiti sér hjálpar. Þeir eru hjartanlega velkomnir á Stígamót eins og brotaþolar af öðrum kynjum en á Stígamótum hafa í rúm 20 ár verið sérstakir hópar fyrir karlkyns brotaþola og síðastliðinn 10 ára hafa verið sérstök fræðslukvöld fyrir karlkyns brotaþola undir handleiðslu karlkyns ráðgjafa. Stígamót hafa lært og samfélagið hefur lært en það er samt ótrúlegt að við höfum ekki komist lengra þrátt fyrir alla baráttuna. Við höfum náð svo miklum árangri á svo mörgum sviðum jafnréttisbaráttunnar en kynbundið ofbeldi þrífst enn, og það sem meira er, það þrífst enn á meðal unga fólksins. Það eru fáar vísbendingar um að það sé á undanhaldi. Og það litar alla tilveruna að beita og vera beitt ofbeldi sem ung manneskja. Ef þú sem ungur karlmaður nauðgar konu og það hefur engar afleiðingar fyrir þig þá ferð þú út í lífið með þau skilaboð að þú getir beitt valdi til að ná þínu fram. Unga konan sem þú nauðgaðir fær að sama skapi skilaboð um að það megi koma fram við hana hvernig sem er án þess að það hafi afleiðingar. Þegar kynbundið ofbeldi er ekki tekið alvarlega fá allir drengir þessi skilaboð og allar stelpur og stálp. Þannig litar þetta fullorðinsárin og samfélagið allt. Það að berjast gegn og taka á kynferðisofbeldi er því forsenda kynjajafnréttis. Þessi hugmyndafræði hefur alltaf verið hornsteinn Stígamóta og heldur áfram að vera það. Síðustu ár hafa Stígamót í samstarfi við ríki og borg einbeitt sér að forvarnarstarfi gagnvart ungu fólki undir heitinu Sjúkást. Stígamót reka einnig netspjall þar sem ungmenni geta reifað allt milli himins og jarðar í skjóli nafnleyndar. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku og hefur reynst mörgum vel en við fáum líka vitneskju um þann vanda sem ungt fólk glímir við og getum því sniðið fræðsluna að þeirra þörfum. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er enn til og það er sorgleg staðreynd. Þetta er hins vegar menningarbundið og það þýðir að við getum breytt því. Við verðum að trúa að það sé hægt að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi rétt eins og við höfum náð að breyta alls konar hegðun í gegnum tíðina með samstilltu átaki. Stígamót eru tilbúin til allra þeirra verka sem eru líkleg til árangurs, með 35 ára þekkingu og reynslu í farteskinu, ótal hugmyndir að bættu samfélagi og með vilja og þor til að skora á hólm ríkjandi menningu. Ert þú með? Sjáumst á málþingi Stígamóta „Útrýmum kynferðisofbeldi“ fimmtudaginn 6. mars kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Höfundur er talskona Stígamóta
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun