Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun