Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 4. mars 2025 10:45 Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar