Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa 4. mars 2025 07:03 Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun