Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:30 Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun