Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar 3. mars 2025 07:30 Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun