Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2025 12:32 DeAndre Kane og Michael Craion hafa sett svip sinn á íslenskan körfubolta. vísir/hulda margrét DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins