„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2025 18:26 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. „Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“ Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“
Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira