Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar 1. mars 2025 12:31 Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun