„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Stefán Marteinn skrifar 28. febrúar 2025 21:42 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. „Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum