Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar