Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 11:48 Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun