Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar 27. febrúar 2025 10:30 Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar